Hverju ertu að leita að?

Ég get annast markaðsmálin fyrir þig og jafnvel verið utanáliggjandi markaðsdeildin þín.

  • Almenn markaðssetning
  • Markaðssetning á Internetinu
  • Markaðsáætlanir
  • Markaðsaðgerðir
  • Birtingaáætlanir og samskipti við miðla
  • Auglýsingagerð
  • Samskipti við prentstofur og aðra birgja
  • Textagerð
  • Prófarkalestur
  • Þýðingar; enska, þýska og íslenska
  • Bæklingagerð
  • Reynslusögur
  • Viðburðastjórnun
  • Verkefnastjórnun

Annað: 

Markaðssetning – dæmi:

Markaðssetning:

Til að neytendur og fyrirtæki viti af ákveðinni vöru, þjónustu eða öðru fyrirtæki þarf að markaðssetja hana. Undir markaðssetningu geta fallið allir þættir sem gera vöruna eða þjónustuna sýnilega. Hvort sem er í gegnum Internetið, samfélagsmiðla, almenna fjölmiðla eða hreinlega mann fram af manni (e. word of mouth).

Ég hef yfir 10 ára reynslu á markaðssetningu á fyrirtækjum, vörum og þjónustu bæði á Íslandi sem og á alþjóðavísu. Ég hef markaðssett bæði til neytenda sem og til fyrirtækja og á hinum ýmsu sviðum. Mikilvægt er að skilaboðum um vöru eða þjónustu sé komið skilmerkilega til skila til kaupenda þannig að hann hafi áhuga á henni. Þegar lagt er af stað í markaðssetningu er skynsamlegast að greina niður markaðinn, markhópinn, finna tækifærin, skoða hvað unnt sé að gera, skipuleggja markaðsmálin og annað í þesusm dúr. Ég get séð um það fyrir fyrirtækið þitt eða aðstoðað þig við það sem þú kemst ekki yfir.

Hvernig get ég aðstoðað þig við þína markaðssetningu?