Ráðstefnur og viðburðir hafa verið í góðum höndum hjá mér. Ég hef annast viðburði fyrir hin ýmsu fyrirtæki og félagasamtök í gegnum tíðina. Að mörgu er að huga og því er gott að hafa einstakling sér til aðstoðar sem hefur þekkingu og reynslu á viðburðastýringu.

  • Verkefnastjórnun
  • Umsjón með ráðstefnu og viðburðum
  • Markaðssetning á viðburði
  • Samskipti við viðburðastaði
  • Uppsetning á sýningarsvæði
  • Vefsíðu- og auglýsingagerð
  • Almannatengsl

Ráðstefnur og viðburðir – dæmi

Verkefnastjórnun og viðburðastjórnun

Það getur verið meira en að segja það að halda viðburð, sýningu eða einhvers konar samkomu en um leið halda öllum hinum boltunum uppi sem þú þarft að sinna í þínum daglegu störfum. Því getur verið langbest að ráða utanaðkomandi aðila til að annast viðburðinn hvort sem hann er stór eða smár. Ég hef margra ára reynslu í að halda viðburði hvort sem þér eru stórir eða smáir og þekki vel til á markaðnum. Ég get bæði annast viðburðastjórnunina fyrir þig sem og séð um markaðssetninguna í tengslum við hann.

Finnum út hvað þig vantar og þá get ég sniðið verkefnið að þínum þörfum.