Almannatengsl, samskipti við fjölmiðla og textagerð

Ég get séð um eftirfarandi fyrir þig:

  • Almenn almannatengsl
  • Greinaskrif
  • Textagerð fyrir markaðsefni
  • Samskipti
  • Prófarkalestur
  • Viðtöl
  • Ljósmyndir
  • Fjölmiðlaskýrslur
  • Þýðingar á ensku, þýsku og íslensku

Dæmi um textagerð og prófarkalestur fyrir markaðsefni:

Almannatengsl:

Almannatengsl eru víðtækt hugtak. Undir almannatengsl geta flokkast fréttatilkynningar, uppákomur og viðburðir,  auglýsingar og ýmislegt annað þar sem verið er að huga að því að fanga athygli fjölmiðla og neytenda án þess að til birtingakostnaðar komi. Þegar fyrirtæki vantar að koma vöru sinni, þjónustu eða ákveðnum fréttum á framfæri flokkast það undir almannatengsl.

Með því að nýta utanaðkomandi aðila til að annast t.a.m. fréttatilkynningar er oft auðveldara að koma efninu á skilvísan máta út til almennings. Best getur verið að taka jafnvel viðtal við þann sem sér um vöruna eða þjónustuna og skrifa fréttatilkynningu út frá því. Efninu er síðan komið til þeirra fjölmiðla sem hugsanlega gætu viljað fjalla um málið, því fylgt eftir, gefnar út fjölmiðlaskýrslur, unnið við að koma fólki í viðtöl og tengja efnið síðan inn á aðrar markaðsrásir.

Vantar þig aðstoð við þín almannatengsl eða almenn textaskrif?