Viðburðastjórnun, og verkefnastjórnun, almannatengsl og markaðssetning

Verkefnastjórnun og markaðssetning

  • Verkefnastjórnun styrktartónleika Krafts
  • Utanumhald um tónleikana, dagskrá og listafólk
  • Almannatengsl og samskipti við fjölmiðla
  • Aðstoð við markaðssetningu og markaðsefni
  • „Kraftur stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fékk Lailu Sæunni Pétursdóttur til þess að sjá um verkefnastjórnun og almannatengsl vegna styrktartónleika félagsins þann 17. september 2014. Vinnubrögð hennar voru í alla staði afar fagmannleg; hún sá um öll samskipti við listamenn og starfsmenn Hörpu á aðdáunarverðan hátt. Hún sendi reglulega stöðu verkefnsins og fylgdi því eftir þar til tónleikarnir voru yfirstaðnir. Hún sá einnig um samskipti við fjölmiðla sem leiddi til þess að tónleikarnir fengu umfjöllun og góða kynningu í nánast öllum fjölmiðlum. Þá var Laila Krafti innan handar og veitti faglega ráðgjöf varðandi upptökur og vinnslu á kynningarmyndböndum sem dreift var netinu. Uppselt var á tónleikana og komust færri að en vildu. Það er ekki hvað síst vinnu Lailu að þakka. Laila hefur hógværa og góða nærveru, er þolinmóð en engu að síður ákveðin og hörkudugleg. Kraftur gefur henni sín bestu meðmæli.“

    F.h. Krafts,
    Ragnheiður Davíðsdóttir
    framkvæmdastjóri