Gerum Kraftaverk - verkefna- og viðburðastjórnun, almannatengsl og markaðssetning

Viðburðastjórnun, almannatengsl og markaðssetning

Gerum Kraftaverk – verkefna- og viðburðastjórnun

Ég annaðist verkefna- og viðburðastjórnun fyrir Kraft, og tónleikana Gerum kraftaverk í ágúst og september. Ég aðstoðaði Kraft varðandi markaðsmál, auglýsinga og borðamál sem og fjölmiðlaumfjöllun og samskipti við fyrirtæki og einstaklinga.

Tónleikarnir voru haldnir 17. september 2014 og komu frábærir listamenn þar saman; Emiliana Torrini, Baggalútur, KK og Ellen, Amaba Dama, Abba Show og Ari Eldjárn. Sóli Hólm var kynnir kvöldsins og heppnaðist kvöldið alveg einstaklega vel. Uppsetningin og tímasetningin stóðst næstum fullkomlega og tókst skipulagið fullkomlega.

Allur ágóði af tónleikunum rann í neyðarsjóð Krafts fyrir ungt fólk með krabbamein. Tónleikarnir voru haldnir í Norðurljósasal Hörpu og komust færri að en vildu. Upphaflega settum við okkur að það kæmu um 500 manns en á tónleikadegi þurfti að stóla meira upp og í lokin þurftum við meira að segja að segja að tilkynna að það væri uppselt þar sem að við vorum þá komin með um 600 manns.

Einstaklega skemmtilegt verkefni sem gaman var að taka þátt í og gekk vonum framar.