Að finna sér hillu á markaði (e. niche) getur verið erfitt en hins vegar nauðsynlegt þegar kemur að því að að greina vörur sínar og þjónustur frá öðrum fyrirtækjum.

Þú ert sérlega heppin(n) ef þú finnur op í markaðnum sem enginn hefur fyllt upp í. En að finna þetta op getur leitt til þess að þú nærð frábærum árangri með því að skilgreina markhópinn þinn vel og kynna vöruna þína eða þjónustu sérstaklega vel fyrir hann.

Tryggðu að þú: 

  • Vitir hvað þú hefur upp á að bjóða
  • Ekki reyna að vera eitthvað annað en þú (varan þín og þjónusta) ert – vertu heiðarleg(ur)
  • Vitir hver markmið þín eru.
  • Þekkir viðskiptavininn þinn
  • Hafir hlutina einfalda. Ekki flækja þá. Talaðu við viðskiptavini þína á mannamáli

Hilla á markaði

  • Best er að finna markhóp sem þú jafnvel sjálf(ur tilheyrir). Þú verður að skilja hópinn
  • Skoðaðu samkeppnina – hvernig getur þú verið öðruvísi
  • Mundu að njóta þess að hafa gaman af því sem þú ert að gera. Þá ganga hlutirnir miklu betur.

Tékkaðu á þessu safni. Það hefur greinilega fundið sýna hillu á markaðnum. Það þarf kannski ekki að vera alveg svona ýkt en hey þetta er skemmtilega öðruvísi pæling.

Safn í Tokýó